Fjarðarbúðin hefur opnað!

Íbúar í miðbæ Hafnarfjarðar geta nú glaðst yfir nýrri verslun í hverfinu. Fjarðarbúðin, lítil en fjölbreytt verslun, hefur opnað dyr sínar og er með ýmislegt fyrir daglegt líf – og meira til!

Vantar mjólk í kaffið? Kláraðist morgunkornið? Vantar sósuna í takkóið? Kláruðust bleyjurnar? Eða langar þig bara í smá nammi, snakk eða kex yfir sjónvarpinu? Fjarðarbúðin reddar þér.

Nú geta íbúar einnig sótt sendingar í gegnum drop í Fjarðarbúðina. Þetta sparar tíma og gerir lífið enn þægilegra fyrir þá sem kjósa að fá pakkana sína afhenta nálægt heimili sínu.

Fjarðarbúðin er opin alla daga frá kl. 11-20:00 og er staðsett beint á móti Kebab Fjörður á 1.hæð í norðurturni.

Komdu við og sjáðu hvað Fjarðarbúðin hefur upp á að bjóða!

Facebook síða Fjarðarbúðarinnar