Fjörður Verslunarmiðstöð, í hjarta Hafnarfjarðar

Fjörður er verslunarmiðstöð staðsett í hjarta Hafnarfjarðar. Einstakar verslanir, spennandi vörumerki,
góðir matsölustaðir og frumlegir viðburðir sem laða að sér um 1 milljón gesta á hverju ári.
En Fjörður er meira en bara verslunarmiðstöð. Þar sem Fjörður er staðsettur í hjarta Hafnarfjarðar,
er mikil samvinna á meðal miðbæsins og annara verslana miðbænum. Áfangastaður fyrir
heimamenn og nágranna sem bíður upp á eitthvað fyrir alla.

Miklar breytingar eru að eiga sér stað hjá Firði. Eftir margra ára undirbúning hófst uppbygging Fjarðar þann
28. nóvember 2022 með formlegri skóflustungu að viðbyggingu sem mun efla miðbæðinn til muna.
Með innblástri frá Norðurlöndunum mun margmiðlunarsetur ásamt bókasafni Hafnarfjarðar,
bætast við verslunarkjarna Fjarðar. Þar verður boðið upp á vinnuaðstöðu, hljóðver, bókakaffi, verkstæði,
fundaraðstöðu o.fl., sem mun nýst minni fyrirtækjum og nemendum Hafnarfjarðar.
Bókasafn Hafnarfjarðar verður á annarri hæð og allir verlsunarkjarninn verður færður á fyrstu hæð Fjarðar.
Á fyrstu hæð mun einnig bætast við matvöruverslun ásamt flottri mathöll þar sem hægt verður
að gæða sér að fjölbreyttum mat frá morgni til kvölds. Á efri hæðum viðbyggingarinnar verða litla
hótelíbúðir ásamt eignaríbúðum. Hönnun íbúðanna er brotin upp með skemmtilegu
litavali sem samræmist núverandi götumynd.

 

Nánari upplýsingar um nýbygginguna hér