Um Fjörð

Fjörður er sannkallað hjarta verslunar, þjónustu og samgangna í Hafnarfirði

Um 1 milljón viðskiptavina fer í gegn á hverju ári

Fjörður fagnar 21 ára afmæli sínu í nóvember 2017. Verslun og þjónusta í verslunarmiðstöðinni hefur aukist jafnt og þétt. Um 1 milljón viðskiptavina fer í gegn á hverju ári

Nú eru svo komið að öll rými í útleigu hjá Firði og hefur aldrei gengið betur. Í Firði verslunarmiðstöð má finna alla helstu þjónustu sem bæjarbúar þurfa eins og heilsugæslu, banka, bakarí og fleira.

Persónuleg og þægileg þjónusta

Mottó Fjarðar er að veita sem persónulegasta og þægilegasta þjónustu. Fyrirtækin eru lítil og oftar en ekki er það eigandinn sjálfur sem stendur bak við búðarborðið. Vörurnar eru öðruvísi og fást oftast nær á góðu verði samanborið við aðrar verslunarmiðstöðvar.

Fjölbreyttar verslanir

Fjölbreyttar verslanir, apótek, kaffihús og veitingahús auk þess sem íslenskt handverk og hönnun eru í öndvegi sem og list og menning. Þar má til dæmis nefna Íshúsið þar sem aragrúi af íslenskum hönnuðum hefur komið sér fyrir með forkunnarfagra hönnun sína í notalegu umhverfi sem gaman er að ganga um með kaffibolla í hönd

Gott aðgengi er fyrir alla í Firði, næg bílastæði og engir stöðumælar!

Verslunarmiðstöðin Fjörður í miðbæ Hafnarfjarðar er sannkallað hjarta verslunar, þjónustu og samgangna í Hafnarfirði.

Vinalega verslunarmiðstöðin í miðbæ Hafnarfjarðar

Fjörður – vinalega verslunarmiðstöðin í miðbæ Hafnarfjarðar, er á stöðugri uppleið. Frá því að almennings-samgöngur (strætó) fluttu starfsemi sína í Fjörð haustið 1997 hefur orðið stöðug fjölgun gesta. Haustið 2007 tók Heilsugæslan Fjörður til starfa í norður turni verslunarmiðstöðvarinnar og var það mikil lyftistöng fyrir starfsemi í húsinu.

Góðar og glæsilegar verslanir

Góðar og glæsilegar verslanir vísa okkur veginn til bjartrar framtíðar. Þróun verslunar og þjónustu hefur fyrst og fremst tekið mið af þörfum Hafnfirðinga og nágranna okkar í suðri og norðri, sem sést best á því að viðskiptavinum úr Hafnarfirði, af Suðurnesjum, Garðabæ og Álftanesi hefur fjölgað ár frá ári og verslun verið stigvaxandi.

Framtíðaráform Fjarðarins

Mikil uppbygging er fyrirhuguð hér í Firði á næstu 3 árum og er ætlunin er að stækka verslunarmiðstöðina að Strandgötu og reisa 80-100 herbergja hótel ofan á þá viðbyggingu. Sú framkvæmd mun fara af stað sumarið 2017 og mun verða gríðarleg lyftistöng fyrir miðbæ Hafnarfjarðar og auðvitað okkar starfsemi líka.

Fjörður er af mörgum talinn hin nýi 101 Reykjavík – eða hinn nýi Skólavörðustígur Íslands

  • Verslunarmiðstöðin Fjörður
  • Fjarðargata 13-15
  • 220Hafnarfjörður
  • Framkvæmdastjóri:  898-5866
  • Netfang: fjordur@fjordur.is