Strandgata 26-30
Ný heimasíða nýbyggingarinnar er komin í loftið!
Um nýbygginguna
Eftir margra ára undirbúning hófst uppbygging Fjarðar 28.nóvember með skóflustungu (sjá nánar hér). Uppbyggingaráform í hjarta Hafnafjarðar munu efla miðbæinn til muna. Fjörður verður ekki einungis verslunarmiðstöð heldur áfangastaður þar sem fólk hefur möguleika á því að hittast og nýta sér þá margvíslegu þjónustu sem verður í boði.
- 4.250 m² íbúðarhúsnæði
- 1.100 m² hótelíbúðir
- 1.600 m² verslunarhúsnæði
- 550 m² margmiðlunarsetur
- 1200 m² bílakjallari
- Samtals 8.700 m²
Áætluð verklok: 2025
Verslanir & þjónusta
Matvöruverslun með gott vöruúrval í göngufæri við íbúa miðsvæðisins. Matarhöll þar sem hægt verður að gæða sér á fjölbreyttum mat frá morgni til kvölds. Metnaður verður lagður í að velja inn fjölbreyttar og vandaðar verslanir og þjónustu á 1. og 2. hæð.
Bókasafn & margmiðlunarsetur
Bókasafnið verður í anda nútímabókasafna, margmiðlunarsetur sem býður uppá vinnuaðstöðu, hljóðver, bókakaffi, námskeið, fundaaðstöðu, verkstæði og fjölnotasali sem hægt verður að leigja út. Þessi starfsemi mun ekki síst nýtast minni fyrirtækjum og nemendum bæjarins. Bókasafn Hafnarfjarðar mun flytja inn í nýbygginguna á 2.hæð. Innblástur bókasafnins og margmiðlunarsetursins kemur frá Norðurlöndunum sem má nefna Deichman Bjorvika bókasafninu í Noregi, Oodi í Helsinki og Det Kongelig biblioteket í Kaupmannahöfn.
Íbúðir
Á efri hæðum byggingarinnar sem snýr að Strandgötu eru litlar hótelíbúðir á 2. – 4. hæð og svo fjölbreyttar íbúðir af öllum stærðum og gerðum á 2. – 7. hæð í turni sem snýr að norðurturni núverandi verslunarmiðstöðvar. Alls verða 31 íbúðir. Fjögurra hæða byggingin að Strandgötu er brotin upp með skemmtilegu litavali sem samræmist núverandi götumynd á meðan sjö hæða byggingin stallast að núverandi sjö hæða turni, með stórum þaksvölum. Áhersla er lögð á útsýni og eru íbúðir með stórum gólfsíðum gluggum. Íbúðirnar eru í hæsta gæðaflokki með gólfhita, sér loftræsingu, hljóðplötum í niðurhengdum loftum og sprinklerkerfi. Tvær lyftur eru í íbúðarturninum sem stytta biðtíma og auk gæði íbúðanna. Stórir bogadregnir gluggar, sem og stóru þaksvalirnar gefa byggingunni einstakt kennileiti.
Hvað er að frétta?
Framkvæmdaraðli:
220 Fjörður
Hönnunarteymi: