Ert þú að fara útskrifast og ekki búin að finna rétta dressið? 

Við tókum saman nokkrar hugmyndir af útskriftardressi þar sem við skoðuðum úrvalið hjá Daríu, Konu og Skóhöllinni. Þetta er aðeins brot af úrvalinu sem má finna í verslununum. 

Fatnaður

Sumarboðinn er litadýrðin sem fylgir sumarfatnaðinum, og það er heldur betur komið sumar í Daríu og Konu. En þar má finna kjóla, dragtir, pils, samfestinga og blússur í öllum stærðum og gerðum. Við skoðuðum úrvalið og tókum saman uppáhalds útskriftardressin okkar.

Hér má sjá fatnað frá vörumerkjunum Ichi, Soaked, Pulz, B. Young, Mos Mosh, Love & Devine, Bruuns Bazaar, Desigual og Créton.

Skór

Skóhöllin er með mikið úrval af hælaskóm í mörgum litum. En fyrir þau sem vilja ekki vera í hælum er nóg til af flottum flatbotna sandölum eða strigaskóm. Fyrir nokkrum árum voru strigaskór ekki taldir sem spariskór, en í dag eru hvítir strigaskór vinsælir sem spariskór við fallegan sumarkjól, fína dragt eða létt pils.

Hér má sjá skó frá vörumerkjunum Xti, SixMix, Duffy, JoDis og Tamaris.

Þetta er aðeins brot af úrvalinu sem má finna í verslununum. Hér er hægt að skoða meira: