Rektraraðilar Fjarðar hafa farið yfir það með sínum verslunum hvað bera skal að hafa í huga vegna samkomubanns og hreinlætis vegna COVID19 veirunnar. Við leggjum mikla áherslu á aukið hreinlæti á göngum, lyftum og rúllustigum og sprittstandar aðgengilegir fyrir almenning sem og að 100 manna fjöldatakmörkun hefur verið í gildi síðan á mánudag (15.mars).
Verslanir leggja mikla áherslu á aukið hreinlæti og sótthreinsum á helstu snertiflötum sem og að hvetja viðskiptavini til að nýta sér snertilausar greiðsluleiðir.
Í verslunum Fjarðar starfa yfirleitt fáir starfsmenn og oftar en ekki er eigandinn sjálfur á bakvið búðarborðið. Í ljósi þess að óvenjulegar aðstæður eru í samfélaginu þá getur verið að verslanir þurfi að skerða opnunartíma að einhverju leiti en við reynum okkar besta að halda honum óbreyttum og vonum að okkar viðskiptavinir haldi áfram að versla hjá okkur og styðja við okkar verslanir sem þurfa svo sannarlega á því að halda á þessum fordæmalausu tímum.
Verslanir Fjarðar hafa flestar gert ráðstafanir að koma til móts við sína viðskiptavini og bjóða nú upp á “sótt eða sent” þar sem viðskiptavinir geta pantað, greitt fyrirfram og svo annað hvort sótt eða fengið heimsendingu. Við hvetjum alla til að nýta sér þennan valmöguleika á þessum tímum.