Uppbygging á undan áætlun

Uppbyggingin hefur gengið vonum framar og er á undan áætlun.

 

Nú þegar hefur nýr bílakjallari verið steyptur og fyrstu 2 hæðirnar fullsteyptar. Þá er búið að slá upp veggjum á 3. hæðinni sem mun hýsa 11 íbúðir.

Heildarstærð nýbyggingar verður um 8.700 m2 og munu þar rísa 31 íbúð ásamt nýju verslunarrými á jarðhæð (1.hæð) og nýtt bókasafn/margmiðlunarsetur verður  á 2. hæð hússins.   Að auki verða reistar 18 nýjar hótelíbúðir við Strandgötuna sem áætlað er að verði fullbúnar fyrir árslok 2024.

Áætluð verklok á heildar verkefninu eru um mitt ár 2025.

Hér má sjá framvindu nýbyggingarinnar frá ágúst 2023:

Nánari upplýsingar um verkefnið má finna hér 

Þá er verið að vinna að heimasíðu fyrir verkefnið sem verður tilbúin í byrjun árs 2024. Þar geta áhugasamir skráð sig á póstlista og fengið allar nýjustu upplýsingarnar um verkefnið.

Recent Posts