fbpx

 

Svikasíður á samfélagsmiðlum

Því miður þá eru margar svika-síður sem þykjast vera við (og önnur fyrirtæki), þar sem reynt er að hafa upp á kortanúmerum hjá fólki.

 

Oftast eru þetta facebook eða instagram leikir þar sem viðkomandi fær meldingu frá síðunni og biður hann/hana um að fara inn á prófíllinn sinn. T.d hér má sjá “author” eða “höfundur” af okkar síðu en á svikasíðunni setur viðkomandi míkrafón til að reyna blekkja fólk.

 

 

 

 

 

 

 

Þá er gott að muna nokkrar reglur til þess að forðast svona svikasíður

Skoða prófílinn

 • URL-ið, oft á tíðum er vefslóðin með skrítið nafn. Okkar síða er t.d www.facebook.com/fjordur, ein síða sem hefur þóst verið Fjörður var með vefslóðina www.facebook.com/muhammad.k.yaqiin
 • Eldri færslur, oftast eru þessar síður búnar að setja allar sínar færslur inn á stuttum tíma en engin færsla eldri en nokkra klukkutíma gömul.
 • Fylgjendur/vinir, svikasíðurnar eru oftast ekki með neina fylgjendur eða vini.
 • Like-síður eru oftast notaðar sem fyrirtækjasíður og þá er ekki hægt að “adda” eða “bæta við sem vin”.  En það er hægt á persónulegum síðum og svikasíðurnar eru oftast persónulegir prófílar. Like-síðurnar eru með prófíl-myndina til hægri en persónulegu síðurnar fyrir miðju

 • Hvenær er dregið út úr leiknum?

 • Fyrirtækin taka það oftast fram hvenær er dregið út úr leiknum. Sem dæmi, þá drögum við úr leiknum 6.mars en svikasíðan tilkynnir vinningshafann 3.mars.

Senda skilaboð á fyrirtækið

 • Ef þið eruð í vafa um hvort skilaboðin séu svik ekki hika við að senda fyrirtækinu sem setti inn leikinn skilaboð og spurjast fyrir um.

Aldrei gefa upp kortanúmer

             • Það á aldrei að þurfa gefa upp kortanúmer á leikjum í samfélagsmiðlum
Recent Posts
0