Forever fashion er fata- og gjafavöruverslun sem opnaði hér á 1.hæðinni í október 2019, við hlið Krambúðarinnar. Verslunin var áður í níu ár með netsölu á facebook og nú geta viðskiptavinir
notið þess að skoða í versluninni, mátað flíkurnar og spjallað við vinalega eigendur hennar.
Einnig eru þau með mikið úrval af vörum sem hægt er að sérpanta og hyggst verslunin stækka við sig á árinu og auka vöruúrval sem auglýst verður síðar…spennandi!
Forever fashion verður tíu ára þann 10.10.2020 og mun að sjálfsögðu halda upp á það með pomp og prakt! ..meira um það síðar!
Recent Posts