Áform um metnaðarfulla uppbyggingin við Strandgötu 26-30 mun vera lyftistöng fyrir miðbæ Hafnarfjarðar. 2000 m2 aukning í verslun og þjónustu mun styrkja verslunarmiðstöðina Fjörð. Bæjarbúar fá m.a. stóra matvöruverslun á jarðhæð og nútímalegt bókasafn þar sem bæjarbúar geta hisst og fengið sér kaffi á bókakaffhúsinu, sótt námskeið, nýtt ýmis verkstæði og aðrar nýjungir.
47 nýjar íbúðir á besta stað í miðbænum með útsýni til allra átta í öllum stærðum, allt frá 30 m2 stúdíóíbúðum uppí 180 m2 íbúðum með stórum þakgörðum.
Viðbygging við Fjörð mun styrkja götumynd Strandgötunnar. Götumynd er svo brotin upp þar sem aðgengi verður uppá þakgarð á 2. Hæð sem nýtist bæði íbúum, viðskiptavinum Fjarðar og öðrum bæjarbúum.
Við hvetjum alla bæjarbúa til þess að koma á Konukvöld Fjarðar fimmtudaginn 5. maí og kynna sér byggingaráformin. Guðrún Ragna arkitekt hjá ASK arkitektum verður á staðnum milli 18-20.