Konudagstilboð

 Í verslunum Fjarðar getur þú fundið fjölbreyttar og skemmtilegar gjafir fyrir konurnar í þínu lífi.

Tilboðin gilda frá 19-23. febrúar

Dekur á snyrtistofu  

Þín Fegurð verður með 20% afslátt af öllum gjafabréfum. Þá er hægt að fá gjafabréf fyrir vax meðferðum, fótsnyrtingu eða handsnyrtingu, litun og plokkun, augnháralenginu eða lashlift, microblade tattoo eða brúnkusprautun. 

Beauty Salon er með afslátt á Kobido nuddi eða japanskri andlitslyftingu sem kostar nú aðeins 12.000 en fullt verð er 15.000 kr. 

Áhrif Kobido nuddsins: 

  • Dregur úr vöðvaspennu og streitu 
  • Fyrirbyggir öldrunareinkenni 
  • Ýtir undir endurnýjun húðfrumna 
  • Eykur blóðflæði líkamans sem hreinsar burt eiturefni úr líkamanum 
  • Ýtir undir kollagen og elastín framleiðslu 

Skartgripir 

Úr og Gull verður með 15% afslátt af öllum hjörtum, fjölbreytt úrval frá Vera Design og Sign.

Úr&Gull er með mikið úrval af glæsilegum skartgripum og úrum, þar má nefna Daniel Wellington úrin sem eru einstaklega falleg og fást í ýmsum gerðum og litum.

Mdesign er með 20% afslátt af gylltu Skultuna armböndunum en Skultuna 1607 hafa framleitt málmhluti í hæsta gæðaflokki í yfir 400 ár. 

Hlý og falleg peysa 

Kona Tískuvöruverslun er með 20% afslátt af öllum peysum í öllum gerðum og litum 

Hornið hennar

Speglarnir og makeup töskurnar frá Daríu er tilvalin gjöf fyrir hornið hennar. Á speglunum er hægt breyta birtunni í bæði warm white og cool white. 

Þá eru allar DAY et vörurnar í Mdesing á 20% afslætti, þar nefna skartgripaskrín, snyrtitöskur, ferðatöskur, tölvutöskur og veski. Skoðaðu úrvalið hér.

Út að borða

Hvað er rómantískara en góður matur með útsýni yfir höfnina? Þá er alveg tilvalið að bjóða konunni út að borða á RIF, nú eða panta take away og njóta matarins heima.

Morgunmatur í rúmið

Kökulist er með mikið og fjölbreytt úrval af  samlokum, rúnstykkjum, snúðum, kleinirhingjum og öðru gotteríi. En Kökulist býður upp á rómantískar möffins og konudagskökuna sem er dýrindis súkkulaðikaka með hindberjasmjörkremi í tilefni konudagsins.