Innlit í Leikfangaland

Leikfangaland hefur verið í Firðinum í 8 ár núna í lok október og er fjölskyldufyrirtæki stofnað af hjónunum Ólafi Magnússyni og Lilju Sigmundsdóttur en nú sinnir dóttir þeirra, Sunna, daglegum rekstri.

„Nú erum við búin að vera 8 ár Firðinum og líkað vel. Það að vera í þessari verslunarmiðstöð er kostur að því leiti að allt verður meira persónulegt í samskiptum við stjórnendur og aðra verslunareigendur. Við sjáum líka sömu andlitin aftur og aftur svo við vitum að sérstaklega Hafnfirðingar styðja dyggilega við bakið á okkur sem hvetur okkur áfram.“

Hjónunum, Ólafi og Lilju, fannst vanta leikfangaverslun í Hafnarfjörð og gripu tækifærið þegar þeim bauðst pláss í Firðinum. Þar sem við þau búa í Hafnarfirði og höfðu starfað hér mörg í mörg ár þá kom ekkert annað til greina en að staðsetja verslunina í Hafnarfirði.

Fjölbreytt vöruúrval

Leikfangaland býður upp á gífurlegt úrval af leikföngum fyrir börn á öllum aldri ásamt spilum og púsluspilum. Þar má finna öll helstu vörumerkin t.d. Lego, Playmobil, Bruder, Baby Born, Smoby, Chicco, Barbie, Hot Wheels, Hama, Magna-Tiles, Globber og svo margt fleira. Þú finnur líka leikföng sem þú sérð ekki annars staðar sem gerir verslunina örlítið frábrugðin samkeppnisaðilum.

Einnig er Leikfangaland með mikið úrval af árstíðabundinni vöru s.s. sumarleikföng, öskudagsbúninga, Halloween búninga og skraut, jólavörur ofl.

Persónuleg þjónusta

„Við gefum okkur líka tíma til að aðstoða viðskiptavini okkar persónulega. Margir koma og vita ekki hvað hentar og reynum við eftir bestu getu að hjálpa til. Þetta fólk er mjög þakklátt og segist kjósa að koma til okkar frekar en til stóru aðilanna vegna þjónustunnar og viðmótsins sem það fær hjá okkur. Fólki finnst mjög gott að koma til okkar og margir fá “flashback” við að koma inn í alvöru leikfangaverslun eins og til voru hér áður fyrr, en allt þetta byggist að sjálfsögðu á því að við erum með frábært starfsfólk sem tekur vel á móti viðskiptavinum.“

Hrekkjavakan, Elf on the Shelf og jólin

Nú er Halloween á næstunni og af því tilefni býður Leikfangaland upp á gífurlegt úrval af búningum og skrauti á góðu verði. Það hefur aldrei verið með eins mikið úrval eins og núna, svo um að gera að koma við og græja eitthvað skemmtilegt fyrir þessa daga. Þessi hefð er komin til að vera og stækkar með hverju árinu. Í tilefni af 8 ára afmæli verður Leikfangaland með afmælisleik þar sem hægt verður að setja nafn sitt í pott og dregið verður út 2 gjafabréf.

Svo tekur jólavertíðin við af Halloween og þá bjóða þau Elf on the Shelf velkominn í búðina ásamt fullt af skemmtilegum fylgihlutum. Þessi grallari hefur aukið vinsældir sínar á hverju ári og er ómissandi í desember. Jólasveinarnir 13 eru einnig góðvinir Leikfangalands og þau þjónusta þá með mikilli gleði. Þeir geta valið úr fullt af skemmtilegu sem hentar hverjum og einum.

Ný og glæsileg heimasíða

Fyrir nokkrum árum var vefsíðan www.leikfangland.is endurnýjuð með glæsibrag og fólk nýtir sér hana í auknu mæli. Bæði til að versla og líka til að forskoða og kemur svo í verslunina til að kaupa. Getur sparað tíma hjá þeim sem eru tímabundnir en einnig hefur landsbyggðin verið að nýta sér hana mikið. Það er einnig tilvalið fyrir foreldra að setjast niður með barni/börnum sínum og skoða síðuna því þar er hægt að setja inn óskalista.

Miðbær Hafnarfjarðar

„Við erum svo heppin í Hafnarfirði að eiga miðbæ. Það er ýmislegt gert í miðbænum yfir árið sem hefur áhrif til góðs á verslun í miðbænum. Skemmtilegast finnst okkur samt tíminn frá því Jólaþorpið opnar og öll sú stemming sem berst inn í Fjörð í kringum það. Við hlökkum svo sannarlega til jólanna!“

Hægt er að skoða dagskrá hjá Hafnarfjarðarbæ hér

Recent Posts