Framkvæmdir Komnar Vel Af Stað
Uppbygging á nýjum verslana- og þjónustukjarna í Firði fer vel af stað. Þetta verður ein mesta uppbygging í miðbæ Hafnarfjarðar í áratugi og hér munu rísa glæsilegar íbúðir, þakgarður, nútímavætt bókasafn, þekkingarsetur sem og allskonar verslanir og þjónusta. Matvöruverslunin sem miðbærinn hefur beðið eftir lengi mun einnig fá pláss í nýjum og stórglæsilegum Firði.
RÚV hefur fjallað um framkvæmdirnar og hægt er að horfa á innslagið hér og einnig fengum við góða umfjöllun á visir.is / Stöð 2 sem hægt er að lesa hér
Hér má sjá myndir frá ASK Arkítektastofu, þar sem Guðrún Ragna arkitekt leiðir hönnunina á verkefninu, en að því koma enn fleiri aðilar og eins og sjá má mikið verk fyrir höndum. Hægt er að skoða enn fleiri myndir og upplýsingar hér
Hér er svo hægt að sjá hversu vel gengur á þessu fyrsta stigi framkvæmda, mikið hefur gerst á tæpum 2 vikum. En í heildina munu framkvæmdir standa yfir í um tvö og hálft ár.