fbpx

Fjörður – Vinalega verslunarmiðstöðin í hjarta Hafnarfjarðar

Fjörður er sannkallað hjarta verslunar, þjónustu og samgangna í Hafnarfirði. Verslun og þjónusta í verslunarmiðstöðinni hefur aukist jafnt og þétt. Um 1 milljón viðskiptavina fer í gegn á hverju ári

Í Firði verslunarmiðstöð má finna alla helstu þjónustu sem bæjarbúar þurfa eins og heilsugæslu, pósthús, bakarí og fleira.

Persónuleg og þægileg þjónusta

Mottó Fjarðar er að veita sem persónulegasta og þægilegasta þjónustu. Fyrirtækin eru lítil og oftar en ekki er það eigandinn sjálfur sem stendur bak við búðarborðið. Vörurnar eru öðruvísi og fást oftast nær á góðu verði samanborið við aðrar verslunarmiðstöðvar.

Fjölbreyttar verslanir

Fjölbreyttar verslanir, apótek, kaffihús og veitingahús auk þess sem íslenskt handverk og hönnun eru í öndvegi sem og list og menning. Þróun verslunar og þjónustu hefur fyrst og fremst tekið mið af þörfum Hafnfirðinga og nágranna okkar í suðri og norðri, sem sést best á því að viðskiptavinum úr Hafnarfirði, af Suðurnesjum, Garðabæ og Álftanesi hefur fjölgað ár frá ári og verslun verið stigvaxandi.

Gott aðgengi er fyrir alla í Firði, næg bílastæði og engir stöðumælar!

Verslunarmiðstöðin Fjörður
Fjarðargata 13-15
220Hafnarfjörður
Framkvæmdastjóri:  615-0009
Netfang: fjordur@fjordur.is

Fylgstu með…

fjölbreytt úrval

Við leggjum áherslu að viskiptavinir Fjarðar fái persónulega þjónustu og fjölbreytt úrval verslana.