Fermingartertur og kökur

Ert þú að fara að ferma og viltu spara þér tíma og fyrirhöfn fyrir fermingarveisluna?  Það er að ýmsu að hyggja eins og hárgreiðslu, myndatöku, fermingarföt, veitingar, fermingarköku, fermingarkerti og margt fleira.  

Kökulist hefur undanfarin 20 ár boðið upp á glæsilegar fermingarkökur fyrir fermingarveisluna og á þeim tíma hafa miklar breytingar átt sér stað hvað varðar útfærslu á fermingarkökum. Áður fyrr var boðið upp á klassískar marsípan/jarðarberjakökur sem var gegnum gangandi það sem var á boðstólum í fermingarveislum. Í dag eru tímarnir aðrir og nú er vinsælast að vera með súkkulaði- eða vanillukökur á mörgum hæðum. Einnig er vinsælt er að tengja áhugamál fermingarbarnsins við kökuna sem dæmi íþróttir, íþróttafélag, tómstundir og svo lengi má telja. 

Hjá Kökulist eru allar tegundir í boði fyrir fermingarveisluna og því geta allir fundið kökur sem henta í þeirra veislu.  

Klassískar fermingartertur

Vinsælastu fermingarterturnar eru jarðaberjatertan eða Núggat og skógarberjatertan en Kökulist býður upp á ýmsar bragðtegundir, hér má sjá nokkur dæmi:

 

Núggat og skógarberjatertan:
Súkkulaðibotnar, fersk hindber, kókosmulningur, karamellumousse. 

Konfekttertan:
Svamptertubotnar með döðlum, kókos og súkkulaði, niðursoðnar perur, þeyttur rjómi, súkkulaði mousse. 

Jarðarberjatertan:
Svamptertubotnar, fersk jarðarber, jarðarberja mousse. 

Snickerstertan:
Svamptertubotnar með hnetum og súkkulaði, karamellumousse, rjómakaramella, hnetur, rjómasúkkulaðihjúpur. 

Bountytertan:
Kókosmarengebotnar, súkkulaðihjúpur, þeyttur rjómi, súkkulaðikrem. 

Perutertan:
súkkulaðibotnar, súkkulaðimousse, niðursoðnar perur 

Sherrytertan:
svamptertubotnar, hindberja hlaup, danskar maccarónur, sherryfrómas. 

Belgíska súkkulaðitertan:
Rennblautir súkkulaðibotnar með súkkulaðikremi og kókosmulningi. 

 

Hægt er að fá bæði marsípan eða sykurmassa hjúp á terturnar.

Nútíma fermingarkökur

Súkkulaði- og/eða vanillukökur eru að verða vinsælli og vinsælli á meðal fermingarbarna hvort sem þær eru á einni hæð eða fleirum. Kökulist býður einnig upp á fjölbreyttar bragðtegundir af kremum en þær helstu eru klassískt smjörkrem, oreokrem, vanillukrem og hvítsúkkulaðikrem. Þá er bæði hægt að áletra kökurnar með súkkulaði, sykurmassa eða sérpanta kökutopp.

 

Kökubotnar:

Karamellubomba

Súkkulaðibomba

Vanillubomba

 

Krem (hægt að fá í mörgum litum)

Súkkulaðikrem

Karamellukrem

Vanillukrem

Súkkulaðismjörkrem

Karamellusmjörkrem

 

💚 Hægt að fá vegan súkkulaðitertu

Kransakökur eða

Rice Krispies kökur

Kransakökurnar fylgja oft með í fermingarveislunum og er Kökulist með mikið úrval af allskonar gerðum, hvort sem það séu smábitar, turnar, hringir, horn eða önnur form. En rice krispís turnar/smábitar eru líka orðnir rosalega vinsælir, svo er einnig hægt að blanda þessu saman og taka bæði kransaköku og rice krispies kökur.

Aðrar kræsingar

Kökulist býður upp á ýmsar aðrar kræsingar eins og : veislubakka, marengsstaf, marengstertur, brauðtertur, tapas snittur, litlar kleinur , bollakökur  og kleinuhringir sem er afar vinsælt í veisluna.

En þessi listi er ekki tæmandi og  hægt er að hafa samband við kokulist@kokulist.is og athuga með aðrar tegundir og/eða sérþarfir.

 

Skoða miðla Kökulist

heimasíða

facebook

instagram